- Advertisement -

Vald fylgir fjölda­mót­mælum

„Íslend­ingar höfðu lært að fjölda­mót­mæli eru ekki að­eins mögu­leg heldur geta haft bein áhrif á vald­haf­ana. Þetta var einn af lær­dóm­um hruns­ins.“

Þetta skrifaði Jón Gunnar Bernburg félagsfræðiprófessor eftir að mótmælendur höfðu fælt Sigmund Davíð Gunnlaugsson úr forsætisráðuneytinu eftir Wintrismálið.

Jón Gunnar skrifaði þá: „Mæt­ingin í boð­uð ­mót­mæli næst­kom­andi laug­ar­dag mun gefa vís­bend­ingu um hvert fram­hald mót­mæl­anna verður á næstu vik­um. Í bili hafa fjöl­miðlar beint kast­ljós­inu ann­að, hvers­dags­legri mál­efni eru komin á dag­skrá aft­ur.“

Og eins þetta: „Þró­un ­mót­mæl­anna und­an­farna daga bendir til þess að sókn­ar­færið fyrir andóf og ­virkjun fjöld­ans hafi verið tíma­bund­ið, en ljóst er að óánægja kraumar og mót­mæla­hefð hefur fest sig í sessi hér­lend­is. Sú blanda getur aftur brot­ist út með­ af­ger­andi hætti næst þegar forsendubrestur og trú­verð­ug­leika­krísa skek­ur ­sam­fé­lag­ið.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Árangur mótmælenda er mikill. Tekist hefur að hrekja ríkisstjórnir frá völdum. Samt dúkka alltaf sömu valdhafar upp aftur og aftur. Gaman verður að fylgjast með hvað gerist í dag og hvert framhaldið verður.

Verður Kristján Þór áfram í sínu ráðuneyti?

Lifir ríkisstjórnin?

Hvað kostar stuðningur Katrínar við Sigríði Á. Andersen og Kristján Þór? Ekkert eða mikið?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: