- Advertisement -

Valdalausir og áhrifalausir þingmenn

Sigurjón Magnús:

Það er hægt að finna til með óbreyttum þingmönnum stjórnarflokkanna. Oft er þeim bannað að taka þátt í umræðum í þinginu. Mega ekki tefja málin, sama hversu mikið þeir vilja vera með í umræðunum.

Það eru ekki bara þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna sem eru valdalausir og oftast áhrifalausir. Það á einnig við um obbann að stjórnarþingmönnum. Núna kemur hver Pírati á eftir öðrum og talar um útlendingafrumvarp Jóns Gunnarsson.

Það er pínlegt að horfa upp á þetta. Þegar þingmenn tjá aftur og aftur um sama málið, vitandi að þeir eru einungis að tefja málið. Þetta er umræða um ekkert.

Það er hægt að finna til með óbreyttum þingmönnum stjórnarflokkanna. Oft er þeim bannað að taka þátt í umræðum í þinginu. Mega ekki tefja málin, sama hversu mikið þeir vilja vera með í umræðunum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Stjórnarandstöðuþingmennirnir er gjörsamlega valdalausir. Þeir geta eflaust haft áhrif í nefndarvinnu. Annað ekki.

Ráðherrarnir ráða. Þannig er það og þannig hefur það verið og mun eflaust verða áfram.

Blaðamenn eru stundum sagðir vera fjórða valdið. Sem er kolrangt. Blaðamenn eru valdsmenn. Aftur á móti geta þeir kannski haft svipaða stöðu og þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna. Þeir geta kannski haft áhrif.

Oft hefur verið talað um að efla stöðu þingsins. Þegar á reynir hverfur áhuginn. Þau sem ráða, vilja ráða öllu.

Myndin sem fylgir sýnir aðeins þingmenn Pírata. Það er gert þar sem þau eru í ræðustól Alþingis þessa stundina. Eru í málþófi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: