- Advertisement -

Við erum langt á eftir hvað varðar háskólamenntun

„Útskrifaðir í ákveðnum aldursflokki ungs fólks eru í Noregi 51%, 49% í aldursflokknum 25–35 ára í Svíþjóð. Hér eru þessar tölur 38%. Staðreyndin er sú að það eru þröskuldar inn í háskólakerfið. Það getur enginn háskólanemi framfleytt sér á framfærslu Menntasjóðs einni og sér og nýútskrifað háskólafólk finnur fyrir kulnun og einkennum hennar örfáum árum eftir útskrift,“ Dagbjört Hákonardóttir, varaþingmaður í Samfylkingunni.

Við getum verið sammála um það að við eigum að gera betur. Við viljum stefna þangað að háskólarnir okkar séu samkeppnishæfir og að mennta fyrir það sem samfélagið þarf og fyrir það sem við vitum ekki einu sinni í dag að við munum þurfa og þar er verk að vinna.

„Varðandi það sem h þingmaður kemur inn á, að nemendur séu að skila sér verr inn í íslenska háskóla, þá er það líka rétt. „Við erum að mennta færri miðað við stærð miðað við löndin í kringum okkur og við þurfum að skoða ástæður sem liggja þar að baki. Ein ástæðan gæti m.a. verið sú að þú ert ekki að fá það mikla launahækkun eða að launajöfnuður er orðinn það mikil milli þess að fara ekki í háskólanám og að bæta við sig háskólanámi að þú sjáir ekki tækifærin í því að mennta þig meira. Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða í samanburði auðvitað við löndin í kringum okkur,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólaráðherra.

Hvers vegna ætli þetta sé?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Við viljum að háskólarnir okkar séu samkeppnishæfir.

„Það getur enginn háskólanemi framfleytt sér á framfærslu Menntasjóðs einni og sér og nýútskrifað háskólafólk finnur fyrir kulnun og einkennum hennar örfáum árum eftir útskrift. Þetta er af því að fólk vinnur óboðlega mikið með háskólanámi sínu. Hvernig ætlar ríkisstjórnin að beita sér í þessu máli? Jú, við sjáum fram á að það verði farið djúpt ofan í vasa þessara háskólanema til að plástra yfir áratugavanrækslu á þjóðarháskólanum okkar. Ef menntamál skipta hæstv. ráðherra og þessa ríkisstjórn einhverju máli þá verðum við að gefa í, öðruvísi en að seilast ofan í vasa háskólanema,“ sagði Dagbjört.

Áslaug Arna sagði:

„Við getum verið sammála um það að við eigum að gera betur. Við viljum stefna þangað að háskólarnir okkar séu samkeppnishæfir og að mennta fyrir það sem samfélagið þarf og fyrir það sem við vitum ekki einu sinni í dag að við munum þurfa og þar er verk að vinna.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: