- Advertisement -

Viljum samkennd, samhjálp og umburðarlyndi

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, skrifaði:

4000 börn á flótta eru heimilislaus eftir að flóttamannabúðir í Moria brunnu til kaldra kola. 400 þeirra fylgdarlaus.

Allt kapp er nú lagt á að koma þeim í öruggt skjól, ekki einungis til að tryggja þeim þak yfir höfuðið, heldur af því að veruleg hætta er á skjótri útbreiðslu kórónaveirunnar við núverandi aðstæður.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Stjórnvöld fjöldamargra landa hafa rétt fram hjálparhönd og boðist til að taka á móti hluta af þessum börnum og barnafjölskyldum sem eru í sárri neyð.

En ekki ríkisstjórn Íslands. Hún skilar auðu.

Í stað þess að ríkisstjórnin hafi forgöngu um að sækja barnafjölskyldur í neyð og hjálpa þeim að setjast að á Íslandi þurfum við enn og aftur að lesa fréttir um brottvísun barnafjölskyldu úr landi, nú síðast af egypskri fjölskyldu sem dvalið hefur á Íslandi í meira en tvö ár.

Þetta er skammarlegt og þetta verður að breytast. Við eigum að sýna mannúð og alþjóðlega samstöðu.

Samkennd, samhjálp og umburðarlyndi eru þau gildi sem mikill meirihluti Íslendinga vill berjast fyrir og vera þekkt fyrir, heima og erlendis.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: