- Advertisement -

Vill neyðarlög til verndar landbúnaði

Það tæki­færi þarf að nýta hratt og vel.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vill að sett verði neyðarlög; „…til að verja ís­lensk­an land­búnað og inn­lenda fram­leiðslu mat­væla.“

Þetta og fleira kemur fram í Moggagrein í dag. „Nú hlýt­ur að vera komið að því að við lær­um að meta mik­il­vægi ís­lensks land­búnaðar. Aðstæður nú veita okk­ur sem full­valda ríki heim­ild til að end­ur­skoða ráðstaf­an­ir með það að mark­miði að verja eig­in mat­væla- og fæðuör­yggi. Það tæki­færi þarf að nýta hratt og vel. Setja þarf sam­an neyðarlög til að verja ís­lensk­an land­búnað og inn­lenda fram­leiðslu mat­væla. Þau þurfa að fela í sér fjár­hags­leg­an stuðning og end­ur­skoðun þeirra samn­inga og reglu­verks sem þrengt hef­ur að grein­inni,“ skrifar Sigmundur Davíð.

„Áður en kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn og áhrif hans tóku að birt­ast var ljóst að ís­lenskt at­vinnu­líf væri í vanda sem þyrfti að bregðast við. Við upp­haf þings eft­ir ára­mót ræddu þing­menn Miðflokks­ins þetta og boðuðu aðgerðir til að bregðast við ástand­inu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Afrakst­ur­inn var meðal ann­ars áætl­un sem við kölluðum „þrístökk í þágu at­vinnu­lífs­ins“.

Meg­in­inn­tak áætl­un­ar­inn­ar er eft­ir­far­andi.

  • 1. 150 millj­arða króna viðbót verði sett í innviðaupp­bygg­ingu á næstu þrem­ur árum. Áhersla verði lögð á fram­kvæmd­ir við sam­göngu­mann­virki, flutn­ings­kerfi raf­orku og ferðamannastaði auk átaks í bygg­ingu hjúkr­un­ar­heim­ila. Lánskjör ís­lenska rík­is­ins hafa aldrei verið eins góð og að und­an­förnu og það ástand sem nú rík­ir í efna­hags­mál­um heims­ins mun enn styrkja þá stöðu.
  • 2. Tryggingargjald verði lækkað um heilt pró­sentu­stig um­fram nú­ver­andi áform og gistináttagjald af­numið.
  • 3. Bindiskylda bank­anna verði lækkuð til að ýta und­ir lán­veit­ing­ar til fyr­ir­tækja.

Þótt við höf­um lagt drög að þess­um til­lög­um og talið mikla þörf fyr­ir þær strax í þing­byrj­un eru þær nú orðnar nauðsyn ásamt öðrum aðgerðum til að bregðast við því ástandi sem blas­ir við,“ segir í grein Sigmundar Davíðs.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: