- Advertisement -

Vill VG rannsóknarnefnd?

Sólveig Anna Jónsdóttir:

Annar þessara þingmanna kvittaði upp á álit meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í mars á síðasta ári. Þar var meginniðurstaðan þessi: „Að mati meiri hlutans tókst salan á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka hinn 22. mars 2022 heilt yfir vel og þá sérstaklega í veigamestu atriðunum.“ Það hlýtur að vera erfitt að hafa haft svona hræðilega rangt fyrir sér.

Það er auðvitað ekkert að því að þingmenn VG vilji að að stjórn Íslandsbanka víki og ný stjórn ráði bankastjóra. Flott hjá þeim bara. En hvað finnst þingmönnunum um þá sjálfsögðu kröfu að skipuð verði rannsóknarnefnd vegna sölunnar á ríkiseigninni Íslandsbanka og ábyrgðar fjármálaráðherra og þeirra sem að stýra lýðveldinu á þeirri fyrirlitlegu atburðarás? Ekki síst í ljósi þess að þingmenn VG voru klappstýrur sölunnar og stuðningsfólk. Ég hefði haldið að ef fólki væri annt um sitt pólitíska orðspor væri það fylgjandi því að öll kurl komi til grafar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: