- Advertisement -

Gúanófabrikkan við Hádegismóa

En Joe Biden var þannig marg­minnt­ur á að það eru ekki alltaf jól­in í Hvíta hús­inu, þótt Don­ald Trump virt­ist hafa það á til­finn­ing­unni, „enda jóla­sveinn“ hugsaði Biden upp­hátt.

Úr Reykjavíkurbréfi Moggans.

Sumum finnst kominn tími á að Mogginn slappi af í sumum málum. Reykjavíkurbréfið þessa helgina er þannig. En er verið að gera lítið úr Joe Biden og hlaða hinn lofi. Ég birti hér einn kafla úr bréfi Davíðs, sem lítið sýnishorn af því sem hann setur á blað:

„Biden og Kamala Harris komu sér sam­an um að það mætti varla kveikja á sjón­varpi, þá væri Don­ald Trump þar að derra sig, og skipti ekki máli hvort kveikt væri á tækj­un­um kvölds eða morgna. Þá var hitt lítið betra, að sam­felld­ur gesta­gang­ur væri í Hvíta hús­inu og hver ráðamaður af öðrum, inn­lend­ir sem út­lend­ir, bæði um að mega koma og kyssa skóna, og væru þeir í Evr­ópu sér­lega ýtn­ir um pláss sem fyrst, enda væri það ekki gott ef það frétt­ist að þeir hefðu lent mjög aft­ar­lega í röðinni.

En Joe Biden var þannig marg­minnt­ur á að það eru ekki alltaf jól­in í Hvíta hús­inu, þótt Don­ald Trump virt­ist hafa það á til­finn­ing­unni, „enda jóla­sveinn“ hugsaði Biden upp­hátt.

Þú gætir haft áhuga á þessum

En þetta fer ekki alltaf vel. Þannig reið Trump ekki feit­um hesti frá opn­um fundi með Selenskí, for­seta Úkraínu, sem Trump hafði til­kynnt, sam­kvæmt frétt­um, að væri ein­ræðis­herra í landi sem Pútín, vin­ur hans (Trumps), væri langt kom­inn með að sprengja í þær tætl­ur að varla stæði þar nú steinn yfir steini. Þess­um nýja for­seta Banda­ríkj­anna varð það á að hafa tugi blaðamanna í „Oval Office“ sem aldrei mætti treysta yfir þrösk­uld, eins og sannaðist þarna. Biden hefði haft vit á því að tala bara við einn eða tvo blaðamenn á leið sinni út í þyrluna. Þeir öskruðu eitt­hvað sem Biden heyrði ekki, en giskaði á eitt­hvað og æpti á móti sem blaðamenn­irn­ir heyrðu ekki held­ur. Þetta var snilld­araðferð, sem hann var stolt­ur yfir að hafa fundið upp sjálf­ur.

Krútsjoff, þá aðal­rit­ari í Kreml, gaf Úkraínu­mönn­um Krímskag­ann.
DO.

Trump gat þess síðast að Selenskí væri við það að starta þriðja kjarn­orku­stríðinu, en þó á Úkraína eng­in kjarna­vopn svo Biden muni, því að Rúss­ar og Banda­ríkja­menn sam­einuðust um það að hafa af þeim öll kjarn­orku­vopn áður en þeir fengju að stofna til sjálf­stæðs rík­is, sem Rúss­ar virðast hafa talið að væri eðli­leg gam­an­semi, eins og þegar Krútsjoff, þá aðal­rit­ari í Kreml, gaf Úkraínu­mönn­um Krímskag­ann, sem hann meinti að sjálf­sögðu ekk­ert með, enda taldi hann að eng­inn maður tæki svo­leiðis tal al­var­lega. Enda var það svo að þegar aðal­rit­ar­inn vaknaði seint næsta morg­un áttaði hann sig á því að hann hefði eins getað gefið Trump Krímskaga (Trump sem þá var ekki til, nema að nafn­inu til, og var þá reynd­ar demó­krati, svo að flest­ir geta séð hversu djúpt all­ir voru sokkn­ir það kvöld, nema Trump, sem var þar ekki þá, eins og fyrr sagði, en hafði að auki aldrei smakkað vín og hef­ur ekki bætt úr því síðar frem­ur en öðru).“

Þetta er með hreinum ólíkindum. Getur enginn tekið DO eintali og fengið hann til slappa af og helst af öllu að fara í langa fríið?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: