- Advertisement -

Bjarni Ben er enginn Davíð

Sýnilegt er að Bjarni Benediktsson er ekki eins ótvíræður foringi í eigin flokki og halda mátti. Hann lagði til og kynnti breytingar á virðisaukaskatti þannig að ferðaþjónustan færðist í efraþrepið. Opinber andstaða úr atvinnugreininni varð strax kröftug.

Greinilegt er að heimavinnuna hefur ferðaþjónustan unnið betur en frændurnir Benedikt og Bjarni. Þingenn Sjalfstæðisflokksins hafa kynnt opinberlega að þeir taki rökum ferðaþjónustunnar frekar en frændanna. Því er með öllu óvíst að Bjarni fái þingflokk sinn til að gangast inn  á vilja sinn í þessu máli. Slíkt hefði verið óhugsandi í formannstíð Davíð Oddssonar. Hann var ótvíræður foringi síns liðs.

Haldi þingmennirnir í  núverandi skoðun stefnir í áfall hjá Bjarna Benediktssyni, í eigin flokki. Það er verði hann gerður brottrækur með breytingarnar á virðisaukaskattinum. Hann verður jafnvel heimaskítsmát.

Sigurjón M. Egilsson.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: