- Advertisement -

Staðan miklu verri en í hruninu

Helga Vala og Ásmundur Einar.

„Staðan í dag er miklu verri en hún var þá. Þetta er miklu dýpri kreppa en þá. Það eru miklu fleiri sem eru atvinnulausir í dag en þá,“ sagði Helga Vala Helgadóttir á Alþingi í gær. Hún átti í orðaskiptum við Ásmund Einar Daðason félagsmálaráðherra.

„Fjöldi námsmanna sér fyrir sér og fjölskyldum sínum meðfram námi í störfum og er búinn að missa vinnuna núna og missti vinnuna í mars. Þetta fólk þarf að sjá fyrir fjölskyldum sínum og er ekki á námslánum af því að námslánakerfið er svo lélegt á Íslandi að það eru helmingi færri sem taka námslán í dag en fyrir tíu árum. Það er ekki alltaf hægt að vísa í það hvað gert var fyrir tíu, ellefu árum, árið 2009,“ sagði Helga Vala.

Ásmundi Einar er tíðrætt um fjölda nýrra opinbera starfa. „Við eigum ekki að gefast upp fyrir því áður en við leggjum af stað, eins og mér finnst háttvirtur þingmaður vera að gera. Við erum þegar komin með 3.000 störf frá sveitarfélögunum. Það kemur frá opinberu stofnununum í vikunni. Við eigum að hvetja ungt fólk til virkni í samstarfi ríkis og sveitarfélaga og fleiri aðila ef á þarf að halda og skapa fleiri störf og ekki gefast upp við það,“ sagði ráðherrann.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ef rétt er gerist þetta þvert ofan í það sem Bjarni Benediktsson hefur sagt, það er að fjölgun opinberra starfa sé það vitlausasta sem hugsast getur.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: