- Advertisement -

Áhugalausir þingmenn í fjárlaganefnd

Þá bara streyma fjármunir úr ríkissjóði endalaust.

Birgir Þórarinsson.

„Ég hef bara rekið mig á það innan fjárlaganefndar að þegar maður spyr um einstaka liði sem hafa farið fram úr og farið er fram á aukafjárveitingar þá virðist meiri hluti nefndarinnar hafa mjög takmarkaðan áhuga á því að ræða það og spyrja gagnrýninna spurninga. Ég hef svo sannarlega rekið mig á þetta í starfi nefndarinnar og mér finnst það miður. Það er bara þannig að ef menn virða ekki þetta kerfi, þessi lög sem við höfum sett, lög um opinber fjármál, og virða ekki reglurnar þá er ekkert hægt að stjórna þessu. Það er bara þannig,“ sagði Birgir Þórarinsson Miðflokki í þingræðu.

Og hvað þá??

„Þá bara streyma fjármunir úr ríkissjóði endalaust. Það er náttúrlega ábyrgð ráðherra að beita sér fyrir því að lögunum sé framfylgt, lögum um opinber fjármál. Í raun og veru gera þessi lög ráð fyrir því að aukafjárveitingar eigi að heyra sögunni til. Vissulega þekkjum við að hingað kom veirufaraldur og því fylgdu aukafjárlög. Það virðist hins vegar vera tilhneiging hjá forstöðumönnum stofnana að fara til ráðherra og segja síðan að það þurfi bara aukafjárveitingu. Ábyrgð þessara aðila er mikil. Þetta er vel útfært í lögunum en það er eins og ekki sé verið að framfylgja þeim eins og vera ber,“ sagði Birgir sem á sæti í fjárlaganefnd.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: