- Advertisement -

Logi og Bjarni daðra á Alþingi

„Við sjáum nú út úr erfiðum tímum og maður skynjar aukna bjartsýni og eftir alþjóðlegt áfall er hvert ríkið á fætur öðru að fara að snúa blaðinu við og við erum líka að fara að undirbúa viðspyrnu og uppsveiflu. Ég held að við hæstvirtur ráðherra hljótum að vera sammála um það að fólk og fyrirtæki verða að vera í sem bestu formi þegar þau fara á ráslínuna,“ sagði Logi Einarsson á þingi í gær. 

„Ég fagna nýjum tóni sem ég þykist skynja hjá Samfylkingunni sem til skamms tíma talaði um að það vantaði svo gríðarlega mikið upp á og að við værum á rangri leið. En nú heyrist frekar að við séum vissulega á réttri leið, það vanti bara dálítið upp á,“ svaraði Bjarni Benediktsson

Vel virtist fara á með þeim félögum. Logi talaði um nýjar tillögur Samfylkingarinnar sem Bjarni hafði ekki lesið. Logi sagði:

„Ég bið hæstvirtan ráðherra því vinsamlegast að kynna sér þessar tillögur vegna þess að þær eru eingöngu smurning á þá vél sem ráðherra kynnti í síðustu viku í Hörpu.“

„Ég skal sannarlega kynna mér tillöguna og ég fagna því að við getum dýpkað umræðuna með því að ræða þetta með gagnrýnum hætti, ég bið ekki um neitt annað en að við eigum opið, heiðarlegt samtal og er alveg opinn fyrir uppbyggilegri gagnrýni á það sem við höfum lagt til,“ svaraði Bjarni.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: