- Advertisement -

Katrínu var brugðið þegar blaðamennirnir fjórir voru settir á sakabekk

Ég treysti því líka að lögreglan sé mjög meðvituð um það að allar rannsóknaraðgerðir sem beinast gegn fjölmiðlum geta haft fælingaráhrif og því eigi ekki að fara af stað nema ríkt tilefni sé til og meðalhófs sé gætt.

Katrín Jakobsdóttir sagði á Alþingi fyrr í dag:

„Ég vil segja það um þetta tiltekna mál að lögreglan hefur gefið mjög lítið upp um tilefni rannsóknar annað en að um sé að ræða meint brot á friðhelgi einkalífs og því er ógjörningur að vita nákvæmlega hvaða lagaákvæði eigi við. Því er erfitt fyrir mig sem ráðherra að tjá mig um einstök atriði þessa máls meðan það er til rannsóknar. Ég vil þó segja að mér var auðvitað brugðið yfir fréttum af því að fjórir blaðamenn hefðu verið kallaðir til yfirheyrslu með réttarstöðu sakborninga í tengslum við fréttaflutning sem þau stóðu fyrir. Við treystum því að sjálfsögðu að lögreglan sé meðvituð um mikilvægi fjölmiðla sem ég hef hér rætt og háttvirtur þingmaður hefur rætt og að málefni stórfyrirtækja sem eru til rannsóknar og framgöngu þeirra í tengslum við hana eru mál sem eiga brýnt erindi við almenning. Það held ég að eigi algjörlega að liggja ljóst fyrir. Ég treysti því líka að lögreglan sé mjög meðvituð um það að allar rannsóknaraðgerðir sem beinast gegn fjölmiðlum geta haft fælingaráhrif og því eigi ekki að fara af stað nema ríkt tilefni sé til og meðalhófs sé gætt.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: