- Advertisement -

Aukum enn notkun geðlyfja

Getur verið að hluti þeirra tilfella sé í raun þunglyndi?

Á árinu 2021 voru 211,6 dagskammtar á hverja 1.000 konur á dag en á móti voru þeir 111,7 hjá körlum og meðaltalið talsvert hærra en í öðrum OECD-ríkjum. Meðal barna hefur töluverð aukning orðið á lyfjanotkun í þeim lyfjaflokki sem þunglyndis- og kvíðastillandi lyf falla undir. Á árinu 2018 voru það 12% barna á aldrinum 10–13 ára og 11,6% barna á aldrinum 14–17 ára sem leystu út lyfjaávísanir í þeim lyfjaflokki. Á árinu 2021 voru sömu hópar komnir upp í annars vegar tæplega 15% og hins vegar tæplega 16%, á aðeins þremur árum.

Þetta sagði Guðrún Hafsteinsdóttir Sjálfstæðisflokki á Alþingi.

Guðrún hélt áfram:

Ljóst er að aukin vitundarvakning hefur orðið varðandi geðræn vandamál en ekki er hægt að beina aukningunni einungis að þeirri skýringu. Það er gríðarleg aukning kulnunar samkvæmt Virk. Getur verið að hluti þeirra tilfella sé í raun þunglyndi? Gríðarlegur fjöldi kvenna þjáist af þunglyndi og mikill fjöldi kvenna finnur fyrir alvarlegum einkennum þunglyndis við tíðahvörf. Geðheilbrigði kvenna við tíðahvörf er eitthvað sem við ættum að beina kastljósinu að í meira mæli en gert hefur verið. Það er umhugsunarvert að svo virðist vera að það sé eitthvað í okkar nútímasamfélagi sem reynist fólki, og þá sérstaklega ungu fólki, erfitt.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: