- Advertisement -

Áslaug Arna í besta færinu

Gleymum ekki að um er talað að þau geri bandalag. Annað þeirra verði formaður og hitt varaformaður. Verði svo munu þau hreppa bæði, formanninn og varaformanninn.

-sme

Áslaug Arna er oftast nefnd ef spurt er um hver verði næsti formaður Sjálfstæðisflokksins. Hún er yngst af lílegum arftökum Bjarna Benediktssonar sem fær nú löngu tímabæra hvíld frá stjórnmálunum.

Aldur getur skipt máli. Guðlaugur Þór Þórðarson verður 58 seinna á þessu ári. Guðrún Hafsteinsdóttir verður 55 ára á þessu ári.

Þórdís Kolbrún verður 38 ára og Áslaug Arna verður 35 ára. 58 ára er ekki hár aldur. Samt er talað um Gulla eins og hann komi aftan úr grárri forneskju. Hann á eftir að minna hressilega á sig.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Guðrún Hafsteinsdóttir missti í raun sinn möguleika til formennsku þegar hún hélt ekki fyrsta sæti Suðurkjördæmis. Það þykir alls ekki gott. Auk þess er hún það mikið eldri en hinar tvær, Þórdís Kolbrún og Áslaug Arna.

Það virðist vera hik á Þórdísi. Hún hefur lækkað sig um nokkra tóna þegar hún talar um framboð til formennsku. Löngu áður en Bjarna stakk höndunum í vasana hafði Þórdís ítrekað lýst yfir að hún vildi leiða flokk og þjóð til framtíðar. Minna var það nú ekki. Hvað gerðist? Því flúði hún sitt gamla kjördæmi og því fékk margar útstrikanir í kosningunum? Hvað kom upp á?

Mín spá er að slagurinn komi til með að standa milli Guðlaugs Þórs og Áslaugar Örnu. Gleymum ekki að um er talað að þau geri bandalag. Annað þeirra verði formaður og hitt varaformaður. Verði svo munu þau hreppa bæði, formanninn og varaformanninn.

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: