- Advertisement -

Beita miskunnarlausum sköttum og skerðingum

Ríkið hirðir 73.260 af hverjum hundrað þúsundum.

Guðmundur Ingi Kristinsson.

 „Í stað þess að láta kjör lífeyrisþega fylgja launaþróun finna ráðherrar ótal leiðir til þess að draga niður uppfærslur og skilja auk þess frítekjumörk undan uppfærslunni. Skýrt dæmi fæst þegar árlegar hækkanir þingfararkaups eru bornar saman við lífeyri almannatrygginga,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson í umræðunni um traust almennings til stjórnmálanna.

„Fólk fær það einfaldlega á tilfinninguna að aðrar reglur gildi um valdhafa en fólkið. Ef við sem sitjum hér inni viljum öðlast aftur traust almennings þurfum við að svara þjóðinni þegar hún leggur fram skýrar kröfur. Það er ekki traust og það sýnir ekki traust og muni ekki vera á meðan við segjum að 100.000 kr. úr lífeyrissjóði skili bara 26.740 kr. í vasann en afgangurinn fari í skerðingar og skatta. Það skilar heldur ekki trausti þegar við snúum dæminu algerlega á hvolf og þeir sem auðinn hafa og fá arðgreiðslurnar fá 80 prósent og yfir en ríkið 20 prósent af því. Ég kem nánar að þessu í síðari ræðu.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: