- Advertisement -

Bjarni Ben og þjóðaröryggið

Mér er lífsins ómögulegt að taka þjóðaröryggsiráð Íslands alvarlega eða halda eittt augnablik að það færi okkur meira öryggi en nánast hvað sem er. Skömmu eftir opnun Smáralindar var bankaútibú þar sem var opið lengur dag hvern en almennt var, og er um banka. Ég átti erindi í bankann. Þar sem ég stóð í röðinni fóru allar neyðarbjöllur Smáralindar í gang og afhlaust mikill hávaði. Fólkið, og ég þar með, hafði á orði hvurslags hávaði þetta væri eiginlega. Enginn forðaði sér eða tók bjöllurnar alvarlega. Enda var ekkert að. Það var bara einhver bilun.

Þjóðaröryggisráðið minnir mig á þessa uppákomu. Í fréttum í gærkvöld kom Guðlaugur Þór Þórðarson, sem situr í öndvegi þjóðaröryggsiráðsins ásamt Bjarna Beneditkssyni og Sigríði Á. Andersen, og sagði ráðið verða að koma saman. Hann var mjög ábúðarfullur á svip. Og talaði að virtist, af fullri alvöru, um ráðið og hversu brýnt væri að það kæmi saman. Auk þeirra þriggja sitja nokkrar fínar manneskjur með þeim í ráðinu.

Nú má vel vera að ég sé bara kærulaus. Ég finn ekki til óöryggis hvort eð er og samkoma Valhellinganna þriggja hefur ekkert með mína líðan að gera. Nema það eitt, að mér finnst þetta fyndið. Og bara mikið fyndið. Ég sé þau þrjú fyrir mér. Bjarni fyrir miðju og til hvorrar handar hefur hann Guðlaug Þór og Sigríði Á. Þetta er dásamlegt.

Við þau þrjú er bara eitt að segja, takið þetta hlutverk alvarlega. Verið alvarlega á svip þegar myndirnar fverða teknar. Þetta er alvara.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Við treystum á ykkur.

Sigurjón M. Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: