- Advertisement -

Borga Norðmönnum miklu hærra verð

Logi Einarsson.
… gríðarlega miklir hagsmunir í því að útgerð fái sem hæst verð…

„Í mars 2019 kom fram í tölum frá Verðlagsstofu skiptaverðs að meðalverð íslenskra skipa sem seldu kolmunna til bræðslu var 25 kr. en 36 kr. hjá norskum skipum,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, á Alþingi.

„Það sem er ekki síður áhugavert við þetta dæmi er að veiðarnar áttu sér stað á sama tíma, úr sömu torfu og var aflað á land í sömu verksmiðju, á sama degi.“

„Það þarf auðvitað ekki að fjölyrða um að það eru gríðarlega miklir hagsmunir í því að útgerð fái sem hæst verð fyrir þann afla sem hún veiðir úr sameiginlegum og takmörkuðum auðlindum okkar. Og ekki bara fyrir þær heldur fá sjómenn hærri laun, hafnir landsins meiri tekjur, sveitarfélög hærra útsvar og ríkissjóður hærri tekjuskatt og hærri veiðigjöld. Þetta gerir okkur kleift að reka hér gott samfélag og ekki veitir nú af á þessum erfiðu tímum,“ sagði Logi.

Kristjám Þór Júlíusson:
Ég hef heyrt ýmsar skýringar á þessu af hálfu íslenskra fyrirtækja…

Sveitungi Loga, Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra svaraði Loga:

„En sá munur, sérstaklega í uppsjávarflotanum, sem liggur á milli verðs á þessum sameiginlegu fiskstofnum, sem eru kolmunni, síld og loðna, í mörgum tilfellum, hefur verið sláandi. Viðbragð ráðuneytisins í þessum efnum var að setja af stað sameiginlegt norrænt verkefni um verðmyndun í uppsjávarveiðum í Norður-Atlantshafi. Niðurstaða þess verks hefur ekki enn borist inn á mitt borð.“

Daði Már Kristófersson, nú varaformaður Viðreisnar, er formaður nefndarinnar.

Kristján Þór sagði einnig: „Ég hef heyrt ýmsar skýringar á þessu af hálfu íslenskra fyrirtækja, eins og háttvirtur þingmaður hefur sömuleiðis hlýtt á. Þau leiða fram sín rök fyrir verðlagningunni og þessum mismun. Ég er ekki í færum frekar en einhver annar til að setjast í eitthvert dómarasæti yfir þeim mismun eða segja til um hvernig á honum stendur.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: