- Advertisement -

Brynjar Níelsson bjargar málunum: Hættum að kenna „skapandi greinar“

Brynjar Níelsson hugsar í lausnum:

„Reglulega verður mikið uppnám þegar niðurstaða PISA könnunar um námsárangur barna og ungmenna er birt. Er það einkum slakur árangur í lestri og lesskilningi sem veldur áhyggjum. Algengustu viðbrögðin eru þau að bæta verði fé í grunnskólann, sem þó er með þeim dýrustu á byggðu bóli. Gæti lausnin verið sú að kenna meiri lestur og íslensku, t.d. með því að börn og ungmenni lesi meira klassískar bókmenntir, Íslendingasögur og biblíusögur? Svo dagurinn verði ekki of langur má hætta kennslu í öllum þessum lífsleikni- og samfélagsfræði fyrir utan sögu okkar og menningu. Sumir segja að öll þessi kennsla í lífsleikni og „skapandi greinum“ hafi bara aukið á depurð og kvíða. Sel það ekki dýrara en ég keypti.

Prófessor og góður vinur minn sagði að það þyrfti bara að kenna börnum að lesa, skrifa og reikna, sem væri forsenda þess að vera almennilega þátttakandi í samfélaginu og geta aflað sér frekari menntunar síðar. Kannski er eitthvað til í því.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: