- Advertisement -

Brynjar vill tippla á tánum

Þó fögnuður forsætisráðherra hafi verið ósvikin,n vegna viðskiptanna með Arionbanka, hafa vaknað margar spurningar um meint ágæti viðskiptanna.
Margir eru spyrjandi. Ekki er loku fyrir það skotið að plan eigendanna, sem seldu sjálfum sér bankann, gangi upp. Þeir lækka framlag sitt til ríkissjóðs, já svo um munar. Og þeir munu geta farið með verulega peninga úr landi.
Eðlilega er fólki brugðið. Utan þings og innan. Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði viðskiptin mega nefnast leikhús fáránleikans. Fleiri þingmenn hafa tjáð sig um það sem gerðist og er að gerast.
Þó er einn þingmaður sem er ekki par hrifinn af því að fólk, ekki síst þingmenn, segi hug sinn. „Ég legg því til að umræðan um þetta verði yfirveguð og að við förum mjög varlega í allar yfirlýsingar því að það sem við segjum getur haft mikil áhrif á hvernig aðrir hegða sér,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í ræðustól Alþingis í dag.
Ja, hérna hér. Þingmaðurinn vill að fólk, einkum þingmenn, gagnrýni nú ekki þessi ósköp. Kannski truflar gagnrýnin ósvikna gleði formanns flokks Brynjars, Bjarna Benediktsson forsætisráðherra. Og það er trúlega ekki heppilegt í þeirra hópi.

Sigurjón M. Egilsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: