- Advertisement -

Eins manns flokkur, og ríkisstjórn?

Sjálfstæðisflokkurinn er eins manns flokkur. Flokkur Bjarna Benediktssonar. Ekki vegna þess að félagar í flokknum séu svo ánægðir með Bjarna. Og ekki vegna þess að Bjarni sé svo ánægður með að vera formaður. Ástæðan er allt önnur. Reyndar eru nokkrar ástæður fyrir pattstöðunni í Valhöll.

Byrjum á flokknum. Það er sama hvar er leitað og hvað er gert. Í Valhöll finnst enginn til að taka við af Bjarna. Óburðugt er það. Helst er litið til Halldórs Benjamíns Þorbergssonar. Samt er vitað að ekki verður einhugur um það. Vera má að Guðlaugur Þór og Þórdís Kolbrún gangi með formanninn í maganum. Þau eiga ekki möguleika.

Hvers vegna? Jú, vegna þess að bakhjarlar Bjarna og bakhjarlar flokksins hafa ekki fengið nóg. Þeir vilja meira. Vanir fjárfestar. Bakhjarlarnir vilja ekkert hálfkák. Þeir  sleppa Bjarna ekki af tveimur ástæðum. Það vantar ásættanlegan arftaka og Bjarni verður að skila meiru. Bakhjarlarnir vilja Leifsstöð og þeir vilja Landsvirkjun og þeir vilja og vilja.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Eða hvað?

Umgjörðin skapar fullkomna umgjörð. Frekar áhrifalitlir þingmenn sem kyngja þeirri stöðu að vera fótgönguliðar á góðum launum og öðlast um leið frábær réttindi til eftirlauna. Fá mikið fyrir lítið. Tök Bjarna á þingflokknum eru mikil. Og ná út fyrir hans eigin þingflokk. Bjarni hefur læst klóm Fálkans í þingmenn Vinstri grænna og Framsóknar.

Það sem Bjarni hefur gert er og er að gera er meira en aðrir eru færir um. Því er flokkurinn  hans eins manns flokkur. Of sagt er að ríkisstjórnin sé eins manns ríkisstjórn. Eða hvað?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: