- Advertisement -

Feilspor utanríkisráðherrans

Guðlaugur Þór Þórðarson vildi fyrir fáum dögum kalla æðstu yfirvöld Bandaríkjanna á teppið. Og það strax. Þau lokuðu landamærunum. Bönnuðu líka flug frá Íslandi. Guðlaugur krafðist funda með hinum og þessum. Ekki var því viðkomandi vegna sökum þess að landamærin voru jú lokuð.

Nú skrifar Davíð í Staksteina um feilspor utanríkisráðherrans okkar „Upp­hlaupið vegna lok­un­ar Banda­ríkj­anna virðist því hafa stafað af ein­hverju öðru en mál­efna­leg­um ástæðum.“

Davíð rifjar upp: „Þegar for­seti Banda­ríkj­anna ákvað fyr­ir fá­ein­um dög­um að loka fyr­ir ferðir frá stærst­um hluta Evr­ópu, þar með talið frá Íslandi, til Banda­ríkj­anna, hófst sér­kenni­leg umræða með ein­kenni­leg­um viðbrögðum. Þetta fór ekki aðeins af stað hér á landi held­ur einnig á æðstu stöðum inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Davíð bendir á: „Inn­an ESB hef­ur síðan hvert ríkið af öðru lokað landa­mær­um sín­um og ekki er vitað til að þau hafi haft sér­stakt sam­ráð við Banda­rík­in, Ísland eða aðra vegna þess.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: