- Advertisement -

Felldu að veita öðrum afturvirkar hækkanir

Björgvin Guðmundsson.

Björgvin Guðmundsson skrifar: Árið 2015 voru mikil umbrot í launamálum eins og nú. Ráðherrar,þingmenn og æðstu embættismenn fengu þá miklar launahækkanir og afturvirkar langt til baka; æðstu embættismenn fengu 18 mánuði aftur i tímann!

En í kjölfarið á þessum „trakteringum“ til yfirstéttarinnar felldi alþingi að veita öldruðum og öryrkjum afturvirkar kjarabætur!

Í tilefni af því skrifaði ég: „Er að undra, að álit á alþingi sé ekki mikið í landinu um þessar mundir. Það virðist meira atriði fyrir stjórnarmeirihlutann að sýna vald sitt, sýna hver ræður en að leiðrétta kjör lífeyrisþega enda þótt þeir, sem verst eru staddir eigi ekki nóg fyrir mat.“

Þessi ummæli eiga jafnvel við í dag eins og 2015.

Slæm staða verst stöddu aldraðra og öryrkja snerti ekki alþingi 2015 og slæm stað verst stöddu aldraðra og öryrkja snertir ekki alþingi í dag!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: