- Advertisement -

Finnur Katrín bakkgírinn?

Komandi þingvetur er sá síðasti fyrir næstu þingkosningar. Það mun hafa talsverð áhrif á alla flokkana. Ekki síst Vinstri græn. Katrínar Jakobsdóttur bíður það verkefni að slíta sig, og flokkinn, úr faðmlaginu við Sjálfstæðisflokkinn. Það verður að gerast með trúverðugum hætti. Vandséð er hvernig það verður unnt.

Ríkisstjórnin er í nafni Katrínar. Hennar verður að halda stjórninni saman á sama tíma og hún verður að rifja upp gamla takta. Búa til bil milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks. Á trúverðugan hátt. Grenja sig alhvíta aftur, eins og Tolli og Bubbi Morthens orðuðu það hér um árið.

Hlutskipti Katrínar verður erfitt og snúið í vetur. Hún mun mæta harðri gagnrýni sem mun taka mikið af þreki og tíma hennar. Það verður vandaverk að sigla flokknum ósködduðum úr þeirri feigðarför sem hún fór í með flokkinn. Katrín lagði flokkinn undir, kannski til að svala eigin metnaði.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Nú þarf hún að finna bakkgírinn. Sem kann að verða erfitt. Eina björg Katrínar verður líklega sú að takist að laða fjórða flokkinn að til að halda ríkisstjórninni saman næsta kjörtímabil. Þó hún missi forsætisráðuneytið til Bjarna Benediktssonar.

Uppgjörinu innan Vinstri grænna verður þá mögulega frestað í fjögur ár. Flokkurinn verður annar og minni en hann er nú. Ekki er útilokað að Katrín finni bakkgírinn og takist að halda ríkisstjórninni saman og finni á sama tíma leið úr faðmlaginu við Sjálfstæðisflokkinn. Sjáum til.

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: