- Advertisement -

Fjármálaráðherra er helst á móti kjarabótum aldraðra og öryrkja

Björgvin Guðmundsson.

Það hefur ekki farið á milli mála, að sá sem staðið hefur mest gegn kjarabótum aldraðra og öryrkja er fjármálaráðherrann, Bjarni Benedikttsson. Það hefur margoft komið fram, að Bjarni telur eldri borgara og öryrkja hafa nógu góð kjör enda hafi þau verið „bætt gífurlega mikið“ undanfarin ár.

Nú síðast kom þetta fram í kastljósþætti RUV.

Árið 2016 voru umræður á alþingi um kjör aldraðra, öryrkja og láglaunafólks. Þingmenn létu þá orð falla um það að hækka þyrfti lífeyri aldraðra og öryrkja og jafnvel upp fyrir lægstu laun. Bjarni sagði þá, að það mætti alls ekki gerast, þar eð þá hyrfi allur hvati fyrir aldraða og öryrkja til þess að fara út á vinnumarkaðinn. Bjarni taldi m.ö.o í þessum umræðum, að aldraðir, sem hættir væru störfum,jafnvel áttræðir og eldri þyrftu að fara aftur út á vinnumarkaðin! Ég mótmælti því strax. Jafnframt taldi Bjarni, að öryrkjar, jafnvel óvinnufærir þyrftu að fara út á vinnumarkaðinn aftur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Samhliða talaði Bjarni niður til öryrkja og aldraðra og það leyndi sér ekki að hann taldi þessa aðila mikla byrði á þjóðfélaginu.

Ég er á öndverðum meiði við Bjarna í þessu máli. Ég tel, að lífeyrir megi gjarnan vera og eigi jafnvel að vera hærri en lægstu laun. Ríkisvaldið á að sjá til þess að lífeyrir sé nægilega hár án tillits til lægstu launa. Verkalýðshreyfingin á, að sjá til þess að lægstu laun séu nægilega há. Aldraðir og öryrkjar eiga rétt á lífeyri (er ekki bætur). Hjá öldruðum eru þetta eftirlaun og hjá öryrkjum lífeyrir, sem ríkinu bera skylda til þess að greiða öryrkjum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: