- Advertisement -

Fjölskyldur og heimili landsins eru kerfislega mikilvæg

Ég er hætt að nenna að hlusta á rökræður um hvort komi á undan, eggið eða hænan.

Álfheiður Eymarsdóttir skrifar:

Fjölskyldur og heimili landsins eru kerfislega mikilvæg í íslensku samfélagi. Það gleymist alltaf í umræðunni um hvar og hvernig skattfé skuli varið til að koma okkur í gegnum núverandi rassskell hagkerfisins.

Ég er hætt að nenna að hlusta á hvað það er nauðsynlegt að ausa fé í fyrirtæki en ekki heimilin. Það verður enginn heimsendir þó eitt fyrirtæki fari á hausinn. Það er auðvitað áfall fyrir eigendur og starfsfólk þess. Það verður heldur enginn heimsendir ef ein fjölskylda missir húsnæði sitt og framfærslu en það er gríðarlegt áfall fyrir þá fjölskyldu. Fjármunir fjölskyldna renna nær 100% til fyrirtækja af ýmsu tagi. Fjármunir fyrirtækja fara ekki endilega allir út í innanlandshagkerfið, hvað þá til starfsfólks.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég er hætt að nenna að hlusta á rökræður um hvort komi á undan, eggið eða hænan. Öllum hlýtur að vera ljóst að fyrirtækin reiða sig á einstaklingana alveg eins og einstaklingarnir reiða sig á fyrirtækin.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: