- Advertisement -

Fjórir milljarðar til Eflu á tólf árum

Vigdís: Að sama skapi er óskað eftir hversu háar upphæðir pr. ár voru greiddar til EFLU án útboðs.

„Tæpir 4 milljarðar á 12 árum til einnar verkfræðistofu. Ástæða fyrirspurnarinnar er að Efla verkfræðistofa stingur mjög oft upp kollinum þegar verklegar framkvæmdir eru. Því er lögð fram framhaldsfyrirspurn og óskað er eftir upplýsingum sundurgreint eftir þeim árum sem eru í fyrirspurninni um þau útboð sem EFLA verkfræðistofa hefur tekið þátt í og fengið verkefni og upphæðir sem að baki liggja. Að sama skapi er óskað eftir hversu háar upphæðir pr. ár voru greiddar til EFLU án útboðs,“ bókaði Vigdís Hauksdóttir í borgarráði.

Kolbrún: Þetta gerir að meðaltal 300 milljónir á ári sem samsvarar árslaunum 6-10 sérfræðinga.

„Fulltrúa Flokks fólksins finnst sérstakt að borgin hafi greitt á 10 árum tæpa 3.7 milljarðar til eins fyrirtækis, EFLU. Þetta gerir að meðaltal 300 milljónir á ári sem samsvarar árslaunum 6-10 sérfræðinga. Fulltrúi Flokks fólksins stóð í þeirri meiningu að í borginni starfi hópur af sérfræðingum sem gætu sinnt eitthvað af þessum verkum sem EFLU er falið að sinna. Er vandamálið það að það skorti sérfræðinga hjá borginni? Ef svarið við því er nei þá læðist að sú hugsun hvort þetta sé merki um slaka og jafnvel vanhæfa stjórnsýslu. Það væri klárlega mun ódýrar að einfaldlega ráða hæfa verkfræðinga til borgarinnar sem sinnt gætu þessum verkum sem keypt er af EFLU eða alla vega stórum hluta þeirra,“ bókaði Kolbrún Baldursdóttir Flokki fólksins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: