- Advertisement -

Fólk sem er fátækt frá vöggu til grafar

Þetta er bara einhver hagfræði sem ég ekki skil.

Vilhjálmur Birgisson skrifar:

Ég hef sagt og segi enn og aftur að það eigi og verði að endurskoða lífeyriskerfið enda elur það á mismunun, ójöfnuði og óréttlæti.

Það er magnað og í raun stórundarlegt að heyra hörðustu stuðningsmenn lífeyriskerfisins dásama það í ræmur og tala um besta kerfi í heimi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hvernig getur þetta verið besta kerfi í heimi, lífeyriskerfi sem tryggir að lágtekjufólk verður fátækt frá vöggu til grafar.

Hvernig getur t.d. verkalýðshreyfingin horft átölulaust á.

Hvernig getur t.d. verkalýðshreyfingin horft átölulaust á það að verkafólk sem ekki getur lifað á 100% lágmarkslaunum á meðan það er á vinnumarkaði eigi að geta lifað á 76% af lágmarkslaunum þegar það lætur af störfum á íslenskum vinnumarkaði? Þetta er bara einhver hagfræði sem ég ekki skil.

Svo dásama sumir hugmyndafræðina í kringum svokallaða samtryggingu lífeyriskerfisins, en rétt að upplýsa að örorkubyrði lífeyrissjóða þar sem verkafólk er í miklum meirihluta er langtum meiri en í öðrum lífeyrissjóðum, til dæmis hjá fagmenntuðum.

Þetta leiðir til þess að réttindi úr verkamannasjóðum eiga það til að vera mun minni en í þeim sjóðum þar sem örorkubyrði er minni. Svo kalla menn þetta samtryggingu þar sem lífeyriskerfið er innbyggt með þeim galla að níðst er á lágtekjufólki m.a. vegna þessa.

Það er mat mitt að endurskoða verði þetta kerfi þar sem hagsmunir lágtekjufólks verði skoðaðir sérstaklega en nú liggur t.d. fyrir að iðgjöld hafa hækkað á rétt rúmum 10 árum um 55% og dugar það ekki til að verja tryggingafræðilega stöðu sjóðanna og því er núna talað um að hækka þurfi lífeyristökualdurinn jafnvel upp í 80 ár.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: