- Advertisement -

Formenn stjórnmálaflokka stappa niður fæti

Meðan rétt um 25 þúsund hafa skrifað undir vilja til nýrrar stjórnarskrár vinna formenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi að allt öðru. Þeir verjast sem mest þeir geta. Vilja fáar og gagnslitlar breytingar á stjórnarskránni. Einn sá harðasti í vörninni er Óli Björn Kárason Sjálfstæðisflokki. Sá skrifar grein í Moggann í dag. Hér á eftir fer niðurlag greinar þingmannsins:

„For­menn þeirra stjórn­mála­flokka sem eiga full­trúa á Alþingi hafa átt fundi frá upp­hafi árs 2018 um hugs­an­leg­ar stjórn­ar­skrár­breyt­ing­ar. Verk­stjórn­in er í hönd­um for­sæt­is­ráðherra sem í lok júní sl. birti í sam­ráðsgátt drög að frum­varpi. Alls bár­ust 215 um­sagn­ir um frum­varps­drög­in en tekið er fram að for­menn­irn­ir hafi ekki und­ir­geng­ist skuld­bind­ingu í þess­um efn­um.

Með þessu vinnu­lagi hef­ur for­sæt­is­ráðherra lagt drög að því að tryggja að breið sátt ná­ist um breyt­ing­ar á æðstu rétt­ar­heim­ild þjóðar­inn­ar sem er yfir önn­ur lög haf­in. Þannig er viður­kennt hve nauðsyn­legt það er að um­gang­ast stjórn­ar­skrá af virðingu, vinna að nauðsyn­leg­um breyt­ing­um af yf­ir­veg­un og tryggja al­menn­an stuðning. Með slík­um vinnu­brögðum hef­ur stjórn­ar­skrá lýðveld­is­ins fengið að þró­ast, ekki í takt við dæg­ur­flug­ur ein­stakra hags­muna­hópa eða stjórn­mála­flokka, held­ur eft­ir yf­ir­legu og ít­ar­leg­ar umræður. Af 79 efn­is­grein­um stjórn­ar­skrár­inn­ar hef­ur 45 verið breytt eða þeim bætt við. Og stjórn­ar­skrá­in hef­ur lagt traust­an grunn und­ir rík­is­stjórn laga en ekki manna, þar sem grunn­gildi mann­rétt­inda og ein­stak­lings­frels­is eru tryggð.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: