Er verið að segja eitthvað annað en að það sé einfaldlega ekki hægt að koma ábendingum á framfæri um ráðherra í ríkisstjórninni.
Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
„Það er beðið um áheyrn hjá forsætisráðherra varðandi upplýsingar um ráðherra í ríkisstjórn hennar sem er ekki orðið við. Hvaða skilaboð er verið að senda gagnvart þeim sem áskynja verða um eitthvað misjafnt varðandi ráðherra ríkisstjórnarinnar? Er ekki hægt að koma fram með alvarlegar ábendingar um ráðherra í ríkisstjórn Íslands? Mátti búast við því að umræddur ráðherra fengi allar upplýsingar um þá sem spurði, óvart eða ekki, eða stóð það aldrei til eða hvernig var það: Það er bara því miður ekki hægt?“
Þetta sagði Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í gær. Henni til fróðleiks má geta þess að tveir af síðustu þremur forsætisráðherrum Sjálfstæðisflokksins, DO og BB, höfðu þann ósið að svara ekki blaðamönnum annarra fjölmiðla, einkum og sér í lagi Fréttablaðsins.
„Er ekki hægt að koma fram með alvarlegar ábendingar um ráðherra í ríkisstjórn Íslands? Mátti búast við því að umræddur ráðherra fengi allar upplýsingar um þá sem spurði, óvart eða ekki, eða stóð það aldrei til eða hvernig var það: Það er bara því miður ekki hægt? Hvernig fer eiginlega saman að segja að forsætisráðherra hafi ekkert gert rangt þó að hún hafi hvorki orðið við erindinu né hafi getað verndað þann sem kom fram með upplýsingarnar? Er verið að segja eitthvað annað en að það sé einfaldlega ekki hægt að koma ábendingum á framfæri um ráðherra í ríkisstjórninni, að það sé ekki hægt að uppljóstra um valdhafa í íslensku samfélagi? Því að á sama tíma, frú forseti, og hæstvirtur forsætisráðherra vildi ekki meðtaka upplýsingarnar og verndaði ekki uppljóstrarann var ekkert gert rangt,“ sagði hinn kappsama Hildur.
Sex dögum síðar er þetta mál komið í fjölmiðla.
Kristrún Frostadóttir.
„Ég verð bara að segja að mér finnst þessir útúrsnúningar hv. þingmanni ekki til framdráttar. Forsætisráðuneytið hefur verið mjög skýrt í þessu gríðarlega erfiða, flókna, persónulega máli. Það koma inn upplýsingar frá þriðja aðila sem hefur ekki eins og sakir standa tengsl við málsaðila. Sex dögum síðar er þetta mál komið í fjölmiðla. Það að einhver sendi inn beiðni um einkafund svo til strax með forsætisráðherra landsins þýðir ekki að með því að hafna þeim einkafundi sé verið að taka afstöðu til fundarefnisins. Það eru margar leiðir í þessu samfélagi til að koma svona skilaboðum til skila og til að vinna úr þeim. Það er fjöldinn allur af málum sem er unninn vel, faglega og með sanngjörnum hætti í stjórnsýslunni án þess að fyrsta stopp sé einkafundur með forsætisráðherra,“ sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra.
Þetta er hárrétt hjá Kristrúnu. Á hver sem er og hvenær sem er sem hefur horn í síðu einhvers ráðherra að fá einkafund með forsætisráðherra. Það yrði nú eitthvað.
-sme