- Advertisement -

Staða Vinstri grænna: Geta ekki losnað við Ögmund og Steingrím

Stjórnmál „Þeir geta ekki losað sig við menn einsog Ögmund og Steingrím,“ sagði Egill Helgason meðal annars í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í gær, þegar talað var um slaka stöðu Vinstri grænna víðast hvar. „Þau eru með vinsælasta stjórnmálamann á Íslandi sem formann,“ bætti hann við.

„Það telur ekki á móti öllu hinu, ég er sammála að þeir eru lokaðir, fámennir hópar,“ sagði Stefán Jón Hafstein.

Egill og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fráfarandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sögðu líka um Vinstri græna og stöðu þeirra, að starfið þar sé unnið í fámennum hópum. „Starfið í Vinsri grænum er rýrt og flokkur þjáist fyrir það,“ sagði Egill.

En hvað með borgarstjórnarkosningarnar?

Egill sagði að með fullri virðingu fyrir Sóleyju ,þá fiski hún ekki.  „Það eru tvö klofningsframboð í Reykjavík úr VG,“ sagði Þorbjörg og átti við Dögun og Alþýðufylkinguna. En það var ljós að finna. „Þau fengu fína kosningu á Húsavík, en svo bara hreyfist fylgið ekki. Þau virðast föst í átta prósenta fylgi.,“ sagði Þorbjörg Helga.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: