
Sigurjón Magnús Egilsson:
Þau tvö, Vigdís og Davíð, gengu fram eins og þau væru vön kringumstæðum eins og þessum. Sem þau voru ekki en bæði voru sjálfum sér og öllum til sóma.
Þrjátíu ár voru í gær frá hinu ömurlega snjóflóði sem féll á Súðavík. Það var þjóðarharmur. Fjórtán létust í flóðinu. Sorgin var mikill.
Glæsileg framganga Vigdísar Finnbogadóttur gleymist okkur ekki. Þó við munum ekki orð frá orði hvað hún sagði munum við að allt sem hún gerði og sagði var glæsilegt. Það var huggun í orðum Vigdísar og gerðum hennar.
Davíð Oddsson var forsætisráðherra þegar ósköpin urðu. Honum tókst með festu í framgöngu sinni að hefja sig yfir pólitík dagsins. Ekki man ég hvað Davíð sagði en aðþrengdur af fjölmiðlum gætti hann sín að lofa litlu eða segja eitthvað sem túlka mætti sem vilyrði um viðbrögð. Þegar hann kom vestur og skoðaði aðstæður og talaði hann af gætni. Ef Vigdís var eins og mamman var Davíð eins og pabbinn.
Þau tvö, Vigdís og Davíð, gengu fram eins og þau væru vön kringumstæðum eins og þessum. Sem þau voru ekki en bæði voru sjálfum sér og öllum til sóma.
Vona að ég muni þetta rétt.
Davíð er 77 ára í dag. Til hamingju með afmælið.