- Advertisement -

Hagstjórn Bjarna fær falleinkunn

Nú þegar hefur dregið úr tekjum vegna ferðaþjónustunnar opinberast hversu slök efnahagsstjórnin á Íslandi er. Auðvitað er léttur leikur að stjórna efnahagsmálum þegar peningarnir streyma fyrirhafnarlaust í ríkissjóð. Nú er allt í flækju. Ráðherrarnir opinbera eigin vanmátt hvern dag.

„Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum í lok nóvember 2017 var hagvöxtur hér á landi 4,4% og atvinnuleysi rétt ríflega 2%. Nú þegar styttist í næstu alþingiskosningar og kjörtímabilið ríflega hálfnað er hagvöxturinn enginn og atvinnuleysið komið yfir 4%. Spár um hagvöxt fyrir þetta ár hafa verið á hraðri niðurleið undanfarið. Í nýjustu spá Arion banka er því spáð að hagvöxturinn verði ekki nema 0,6% og að atvinnuleysið haldi áfram að aukast. Í ljósi þessa er vert að spyrja hver verður efnahagsleg arfleið núverandi ríkisstjórnar. Verður þetta það efnahagslega veganesti sem ríkisstjórnarflokkarnir munu fara með inn í komandi alþingiskosningar?“

Þetta eru óbreytt orð Ingólfs Bender, hagfræðing Samtaka iðnaðarins og er birt í fylgiblaði Fréttablaðsins, Markaðnum. Ingólfur skrifar einnig: „Í hagspám fyrir Ísland sem birtar hafa verið undanfarið er ráð fyrir því gert að hagvöxtur þessa árs verði fyrst og fremst drifinn áfram af vexti einkaneyslu.“

Ríkisstjórn Íslands er vöknuð upp af veislu ofgnóttar. Ráðalaus mæta þau verkefnum dagsins. Pirringur hefur heltekið ráðherrana. Nú hefur fólkið verið hótað, ybbi þau gogg verði þrengt að. Fyrst verði það gert á Landspítala. Ríkisstjórnin ræður ekki við þetta. Hér bendir allt til að við séum á niðurleið í boði Bjarna Benediktssonar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: