- Advertisement -

Halldór Benjamín bundinn á báðum höndum. Hver batt hann svo kirfilega?

Sigurjón M. Egilsson:

Nú má spyrja. Hvert eftirtalda þriggja einstaklinga er mesti róttæklingurinn. Nöfn þeirra eru talin upp eftir stafrófsröð. Davíð Oddsson, Halldór Benjamín og Sólveig Anna.

Davíð, Halldór Benjamín og Sólveig Anna.

Aumara verður það ekki en koma ítrekað í Karphúsið og vera bundinn á báðum höndum. Slíkt hefur hlutverk Halldórs Benjamíns verið í deilunni gegn Eflingu. Eina sem okkur vantar að vita er hver batt Halldór Benjamín. Hans húsbændur? Vilhjálmur Birgisson? Hver batt hann? Svar óskast.

Meira að segja ritstjóri Moggans er að vakna til lífsins. „Sam­tök at­vinnu­lífs­ins (SA) vilja ekki semja á öðrum nót­um en þegar hef­ur verið gert við þorra ís­lenskra launþega, en Efl­ing hef­ur að yf­ir­lýstu mark­miði að semja á allt ann­an veg,“ segir í leiðara Moggans.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Af hverju er Davíð með í þessu?

Hann gat ekki látið ógert að kasta drulluköku í áttina að Sólveigu Önnu sem hitti ekki í mark frekar en fyrri tilraunir: „Fyr­ir nú utan aug­ljós­an áhuga Sól­veig­ar Önnu Jóns­dótt­ur, for­manns Efl­ing­ar, á að letra nafn sitt í helgi­sög­ur rót­tæk­linga.“

Nú má spyrja. Hvert eftirtalda þriggja einstaklinga er mesti róttæklingurinn. Nöfn þeirra eru talin upp eftir stafrófsröð. Davíð Oddsson, Halldór Benjamín og Sólveig Anna.

Af hverju er Davíð með í þessu? Jú, hann hefur kallað eftir lagasetningu. Sem hann hikaði ekki við að gera þegar hann var forsætisráðherra.

Til að rökstyðja lagasetningu núna segir Davíð í leiðaranum:

„Eng­um átti því að koma á óvart að þess­um aðilum vinnu­markaðar­ins gengi ekk­ert að semja, sín á milli eða fyr­ir til­stilli rík­is­sátta­semj­ara. Séu þeir ófær­ir um að semja þarf önn­ur ráð.“

Það má gera athugasemdir við þetta. Sólveig Anna kom með útfærðar tillögur á sáttafundina og gaf eftir, aftur og aftur allt í von um að Halldóri Benjamín tækist að leysa af sér böndin og taka þátt í sáttaumleitunum. Því miður varð það ekki og við stöndum nú frammi fyrir samningsvilja Sólveigar Önnu og Halldóri Benjamín, bundnum á báðum höndum. Það er ömurlegt.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: