- Advertisement -

Harmakórinn í Hádegismóum

Sigurjón Magnús skrifar:

Það er ekki bara auðlindagjödlin sem valda tárum ríkasta fólksins. Það er líka að samsköttun hjóna verði aflögð. Þar er allra ríkasta og ráðsettasta fólk landsins sem á að borga eina ögn meira til samfélagsins.

Fyrir margt löngu tók ég viðtal við Þorvald Guðmundsson í Síld og fisk. Þorvaldur var skattakóngur ár eftir ár. Ég hringdi til að fá hans viðbrögð við álagningunni eitt árið. Skattakóngurinn sagðist mjög sáttur og bætti við að þeir sem gætu borgað skatta ættu að gera gera það. Samfélagið þyrfti á því að halda.

Nú er öldin önnur. Jafnvel allrar ríkasta fólk landsins, margfalt ríkara en Þorvaldur Guðmundsson var nokkru sinni, emjar og grenjar undan sköttum og eða gjöldum. Lítið leggst fyrir auðkýfingana.

Útgerð Moggans er á fullum snúningi. Grátkórarnir syngja þar linnulaust. Ef betur er að gáð er þorri landsmanna á öðru róli.

Ríkisstjórnin sem var á undan þessari, Sjálfstæðisflokks, Framsóknaflokks og Vinstri grænna skildi ekki vel við. Samgöngur, heilbrigðismál, menntamál og margt annað er víða komið að fótum fram. Samt reyna þau allra, allra ríkustu að komast undan örlítilli viðbót, til samfélagsins, til að halda verja grunnstoðir samfélagsins.

Það er ekki bara auðlindagjödlin sem valda tárum ríkasta fólksins. Það er líka að samsköttun hjóna verði aflögð. Þar er allra ríkasta og ráðsettasta fólk landsins sem á að borga eina ögn meira til samfélagsins. Viðbrögðin eru til hreinnar skammar. Þar með talinn er Mogginn.

Unnin eru skemmdarverk á blaðinu dag eftir dag með neyðaröskrum eigendanna. Það blasir engin neyð við útgerðaraðlinum. Alls, alls ekki.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: