- Advertisement -

Helgi Pé fer í framboð

Heægi Pétursson: Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til formennsku í Landssambandi eldri borgara á landsfundi samtakanna sem haldinn verður á vormánuðum ef allt gengur eftir.

Það er algengt í tilkynningum sem þessum að vísað sé til þess að viðkomandi láti undan miklum þrýstingi og stanslausum símhringingum. Um það hefur ekki verið að ræða. Nokkrir vinir mínir og bandamenn í baráttu fyrir betri kjörum eldra fólks, sem ég hef rætt við um þetta af fyrrabragði, hafa hins vegar tekið þessum hugmyndum með velvilja.

Þetta skref er í mínum huga framhald af þátttöku í baráttu Gráa hersins fyrir mannsæmandi kjörum eldra fólks, frelsi til atvinnuþátttöku, margvíslegum mannréttindum, viðurkenningu á framlagi eldra fólks til samfélagsins, samhæfðri heilbrigðisþjónustu og þeirri staðreynd að eldra fólk vill hafa áhrif á eigið líf.

Fram til sigurs!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: