- Advertisement -

Hið íslenska fyrirmenni

Hvert er hið íslenska fyrirmenni? Ástæða er til að spyrja. Best að byrja aðeins í fortíðinni.

Sagan segir að Ásgeir Ásgeirsson, þá forseti Íslands, hafi gert athugasemd við hvernig matsalir í varðskipi, sem flutti hann milli fjarða í opinberri heimsókn, voru merktir. Annar var merktur: „Matsalur yfirmanna“. Hinn var merktur: „Matsalur undirmanna“. Ásgeir á að hafa spurt skipherrann, sem fylgdi honum til matarveislu, hvað undirmaður væri. Skipherrann reyndi að útskýra fyrir forseta, sem sagði orðið undirmaður ekki vera til, og bætti við að hann kysi að borða með þeim sem kallaðir væru undirmenn og gekk þar inn og borðaði með hásetum og smyrjurum. Allt annan mat og síðri en forsetalausir yfirmenn fengu í stærri og betur búnum matsal, hinum megin við ganginn.

Þessi saga rifjast upp við lestur Reykjavíkurbréfsins síðasta sunnudag. Þar kemur kannski skýrt í ljós hvers vegna misskiptingin er mun meiri á Íslandi, en til að mynda á hinum Norðurlöndunum. Um pennann hélt einn þaulsetnasti embættismaður Íslandssögunnar. Og mesti valdamaður þjóðarinnar í langan tíma.

Hann skrifar: „Úti í hinum stóra heimi hafa fyrirmenni ræðuskrifarahópa á sínum snærum.“ Hann vekur athygli á að fyrirmenni, endurtek, fyrirmenni, hafi ræðuskrifara. Létt er að skilja hvað felst í orðinu fyrirmenni hjá ritstjóranum. Það er ráðafólk. Fólkið sem ræður. Hann notar orðið fyrirmenni oftar en einu sinni í skrifum sínum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Má vera að ekki gildi það sama um fyrirmenni og almúgann? Víst er að það fólk, sem telur sig til fyrirmenna, hefur sniðið leikreglur samfélagsins þannig að sitt bjóðist hvorum, fyrirmanninum og hinum óbreytta. Fyrirmennunum í hag. Þess vegna er ójöfnuðurinn svo mikill á Íslandi.

Sigurjón M. Egilsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: