- Advertisement -

Hrokagikkir á Alþingi

„Tvennt veld­ur því öðru frem­ur hve lítið álit al­menn­ing­ur hef­ur á stjórn­mála­mönn­um. Ann­ars veg­ar hve auðveld­lega þeir skipta marg­ir um skoðun, jafn­vel sann­fær­ingu, eft­ir því hvað hent­ar þeirra frama hverju sinni. Hitt er hve fljótt þeir temja sér hroka og yf­ir­læti þegar þeir hafa náð þess­um frama. Þeir tala niður til and­stæðinga og svara með skæt­ingi þegar þeir eru komn­ir í vanda.“

Þetta er bein tilvitnun í grein Benedikts Jóhannessona, sem er að finna í Mogga dagsins í dag.

Það er margt rétt í þessu hjá Benedikt. Oft er hreint ótrúlegt hvernig einn og sami þingmaðurinn getur talað sig hásan gegn einhverju máli og skömmu síðar komið fram með skoðun sem gengur þvert á það sem sá sami sagði ekki löngu áður.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Lilja Rafney kúventi í viðhori til veiðiigjaldanna.

Þingmenn VG, og einkum Lilja Rafney Magnúsdóttir, er skýrt dæmi um þetta. Hún barðist með kjafti og klóm gegn lækkun veiðigjalda en tekur nú að sér að fara fremst í baráttu lækkunar þessar sömu gjalda. Það eru til mörg önnur skýr nýleg dæmi. Til dæmis drjúgur hluti þingflokks Sjálfstæðisflokks í orkupakkamálinu.

Eftir að hafa starfað nærri stjórnmálafólki í áratugi tek ég undir með Benedikt með hrokann og yfirlætið. En verð að taka fram að margt stjórnmálafólk fyllist ekki af þeim göllum sem Benedikt nefnir. Svo eru aðrir sem svo sannarlega gera það.

Viðsnúningurinn, hrokinn og yfirlætið eiga mikla sök á hvernig komið er fyrir Alþingi.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: