- Advertisement -

Hrun Sjálfstæðisflokks og Framsóknar

Niðursstaða nýjust könnunar Prósents er áfall fyrir Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. Niðurstaðan hlýtur að kalla á snöggar og miklar breytingar. Bjarni og Sigurður Ingi hljóta að stynja undan þessi fargi.

Viðreisn mælist stærst allra flokka með 22 prósent og svo er það Samfylkingin með 18,3 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn mælist sem fimmti stærsti flokkurinn og Framsókn er við frostmark. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 11,5 prósent og Framsókn með 4,4% próent.

Framsókn er semsagt vel undir fimm prósenta línunni. Þar eru einng VG með 3,0 prósent og Lýðræðisflokkurinn með eitt prósent.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Píratar og Sósíalistaflokkurinn sigla lygnan sjó, Píratar með 6,7 prósent og Sósíalistar með 6,4 prósent. Svo er það Flokkur fólksins, sem tekur framúr Sjálfstæðisflokki með 12,5 prósent.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: