- Advertisement -

Íslenska banka­kerfið var glæpa­vætt

Vilhjálmur Bjarnason.

„Íslenska banka­kerfið var glæpa­vætt við einka­væðingu þess. Heiðarlegt íhalds­samt banka­kerfi í rík­is­eigu var einka­vætt og með einka­væðingu hvarf allt eigið fé úr kerf­inu vegna beinna lána og inn­byrðis lána til kaupa á hluta­fé í bönk­un­um. Sak­laus al­menn­ing­ur vildi eiga ör­lítið í sín­um banka og borgaði með sín­um pen­ing­um fyr­ir sitt hluta­fé, og líf­eyr­is­sjóðirn­ir, sem eru sam­eign sjóðfélaga. Þeir, sem höfðu for­ystu í glæpa­væðing­unni, lögðu ekk­ert fram, en upp­skáru ríku­lega ef þeir komust að kötl­un­um þar sem kaupauk­um var dreift, vegna „frammistöðu“. Frammistaðan var aldrei annað en sjón­hverf­ing.“

Það er fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Vilhjálmur Bjarnason, sem skrifar þetta í langri Moggagrein í dag.

„Eft­ir­litsaðilar hlut­hafa, end­ur­skoðun­ar­fyr­ir­tæki, greiddu kröfu­höf­um bæt­ur, „án þess að viður­kenna sök“, en skjól­stæðing­ar end­ur­skoðun­ar­fyr­ir­tækj­anna, hlut­haf­ar, hafa eng­ar bæt­ur fengið frá þeim.

Það er skýr markaðsmis­notk­un.

Í hinum þrem­ur stóru og kerfislæga mik­il­vægu bönk­um hef­ur verið dæmt í mál­um, sem varða markaðsmis­notk­un í viðskipt­um með hluta­bréf í bönk­un­um. Í einu máli var þó ekki dæmt, þar sem lá fyr­ir játn­ing stjórn­ar­manna í Glitni um markaðsmis­notk­un þegar hluta­bréf í bank­an­um voru keypt af frá­far­andi for­stjóra á yf­ir­verði. Í héraðsdómi seg­ir:

„Dóm­ur­inn hafn­ar þeirri máls­ástæðu stefndu, að ef stjórn­in hefði ekki gengið að kaup­um á hlut Bjarna á yf­ir­gengi þá hefði hann sett bréf­in í sölumeðferð sem hefði leitt til of­fram­boðs bréfa með þeim af­leiðing­um að gengi bréf­anna hefði lækkað. Að mati dóms­ins er hér um hrein­ar get­gát­ur að ræða og ekki trú­verðugar. Eng­in rök eru fyr­ir þess­ari máls­ástæðu og er hún hald­laus.“

Rétt­læt­ing fyr­ir kaup­un­um var að koma í veg fyr­ir að hluta­bréf í Glitni færu á markað og yllu of­fram­boði! Það er skýr markaðsmis­notk­un.

Í viðskipt­um með stofn­fjár­skír­teini í spari­sjóðum var því á ann­an veg farið. Þar dugði stjórn­ar­mönn­um að lýsa heimsku sinni og vanþekk­ingu til að fá sýknu í mál­um þar sem markaðsmis­notk­un var aug­ljós. Senni­lega hófst glæpa­væðing í spari­sjóðunum fyrr en bönk­um. Hana má rekja allt til árs­ins 1996.“

Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson voru oddvitar ríkisstjórnarinnar sem einkavæddi bankana.



Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: