- Advertisement -

Íslenskt stjórnvöld gefa einkafyrirtækjum stórkostleg verðmæti

Gunnar Smári skrifar:

Norðmenn voru að ljúka uppboði á laxeldisleyfum fyrir um framleiðslu upp á tæp 27 þúsund tonn. Meðalverð fyrir tonnið var tæpar 3,4 m.kr. (íslenskar) og þetta skilaði rúmum 90 milljörðum kr. í sérstakan auðlindasjóð sem Norðmenn hafa stofnað utan um þetta gjald fyrir ágengni fiskeldisfyrirtækja á náttúrugæði. Svo vill til að 27 þúsund tonn eru nærri framleiðslu fiskeldis á Íslandi í dag, en reikna má með að hún fari í um 40 þúsund tonn á næstunni.

Það er ekki gefið að íslensk stjórnvöld fengju svona háa upphæð fyrir leyfin hérlendis. Fiskeldi á Íslandi er að mörgu leyti afleiðing af hærri gjaldtöku í Noregi. Áður var fiskeldi hér ekki samkeppnisfært (sjórinn kaldari og vaxtarhraði fisksins því hægari og þar af leiðandi verri nýting fóðurs, lengri sigling á markaði o.s.frv.) en með hækkun gjalda í Noregi og ókeypis leyfum á Íslandi skapast tækifæri fyrir norsk fyrirtæki að flytja hluta af starfseminni til Íslands; fá lægra verð fyrir meiri framleiðslukostnað en losna í staðinn við leyfisgjöldin.

En miðað við innheimtu norskra stjórnvalda er augljóst að íslenskt stjórnvöld eru að gefa einkafyrirtækjum stórkostleg verðmæti, sem felast í því að ganga á náttúrugæði og nýta almenning til að auðgast.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: