- Advertisement -

Jón Gnarr: Ofviti eða geimvera?

Stjórnmál Jón Gnarr er að láta af embætti borgarstjóra, eða hvað, hefur hann aldrei gegnt embættinu? Sitt sýnist hverjum um það. Í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í gær kom Jón nokkrum sinnum til umræðu. Hér samantekt af því sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Egill Helgason, Stefán Jón Hafstein og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir sögðu um borgarstjórann fráfarandi, Jón Gnarr.

„Jón Gnarr er sniðugur og skemmtilegur,“ sagði Sigmundur Davíð, en bætti við. „Það er ekki hægt að dæma hann sem stjórnmálamann, þar sem hann hefur ekkert verið starfandi sem stjórnmálamaður. Hann er ófeiminn við að viðurkenna að hann hefur látið embættismennina og Samfylkinguna um rekstur borgarinnar, en sjálfur birst á uppákomum og verið með atriði.“

Já, en hvað segja aðrir um Jón Gnarr.

„Jón er ofviti. Og ofvitar erualveg ótrúlega snjallir, einsog hann er stundum í þessu gríni sínu, og svo geta þeir verið félagslega heftir annarsstaðar."
„Jón er ofviti. Og ofvitar eru alveg ótrúlega snjallir, einsog hann er stundum í þessu gríni sínu, og svo geta þeir verið félagslega heftir annarsstaðar.“

„Jón er ofviti. Og ofvitar eru alveg ótrúlega snjallir, einsog hann er stundum í þessu gríni sínu, og svo geta þeir verið félagslega heftir annarsstaðar,“ sagði Egill Helgason.

Hvernig borgarstjóri?

En höldum okkur við borgarstjórann Jón Gnarr

„Hann er ekki framkvæmdastjóri. Borgarstjóri á að vera framkvæmdastjóri og ég hef ekki séð það til hans, enginn merki um að hann sé framkvæmdastjóri,“ sagði Stefán Jón Hafstein. Og forsætisráðherra sagði: „Ég er ekki sáttur með hvernig hann sem stjórnmálamaður hefur haldið á málum.“

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir hefur reynslu af samstarfi við Jón. „Fyrir okkur í minnihlutanum var þetta, einsog hann sagði sjálfur; ég er geimvera, hann var ósnertanlegur. Það er erfitt að hjóla í svona karakter sem tekur þetta á allt annan stað.“ Og hún sagði líka um þetta sama. „Ég gagnrýndi hann mjög fyrir að vera ekki framkvæmdastjóri. Svo er líka hægt að segja, að þetta þarf ekki að vera einsog við höldum að þetta eigi að vera.“

Slapp hann við gagnrýni?

En hvað með það sem var ekki nógu vel gert, slapp Jón Gnarr við gagnrýni? Hann var ósnertanlegur, sagði Þorbjörg Helga.

„Hann segir, ég hef leyfi til að vera öðruvísi,“ sagði Stefán Jón og Egill Helgason, sagði: „Það hefði þurft að taka fyrir í kosningabaráttunni hinn ægilega vöxt skrifræðis og embættismannakerfis.“

Borgarfulltrúinn fráfarandi, Þorbjörg Helga sagði; „Ég saknaði þess að  Sjálfstæðisflokkurinn gagnrýndi ekki hversu báknið er orðið stórt. Það þarf að segja það hreint út, en það var ekki sagt.“

En svo er það eftirskriftin, hver verður hún. Stefán Jón, sagði. „„Mér finnst Jón Gnarr mjög merkilegur þáttur í íslenskri stjórnmálasögu. Hann segist ekki vera stjórnmálamaður en sest í stól borgarstjóri.“ Og. „Jón Gnarr er merkilegur maður og hans kafli er merkilegur, en ég verð að segja ég hef séð til hans við nokkur tækifæri og þar sem hann hefur verið, hreint út sagt, brilljant og við önnur tækfiæri alveg yfirgengilega lélegur.“

„Sem leikari er hann skemmtilegur,“ sagði Sigmundur Davíð.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: