- Advertisement -

Kann Davíð ekki að telja upp í tuttugu?

Fólk á misgott með að lesa úr tölum. Það er bara eins og það er. Getur eflaust verið bagalegt. Hitt er aftur verra ef bankastjóri Seðlabankans er í vandræðum með lesa úr tölum. Davíð, sem eru að vísu bara fyrrverandi bankastjóri Seðlabankans, er sýnilega ekki sá skarpasti í stærðfræðinni.

Þannig er að Davíð skrifaði um þingflokk síns eigin flokks í síðasta Reykjavíkurbréfi. Þar komst Davíð að þeirri niðurstöðu að þingmenn flokks séu sautján. Auðvitað vita allir að svo er ekki. Þeir eru bara sextán. Hér að neðan er örugg heimild um þetta frá sjálfu Alþingi okkar Íslendinga. Þar fer ekki á milli mála að þingmennirnir eru ekki sautján eins og Seðlabankastjórinn fyrrverandi hélt eftir að hafa talið þingmennina.

Ef eitthvað er hefði Davíð frekar átt að draga frá en bæta við. Í Silfrinu kom fram að Sigríður Á. Andersen er ekki harðasti stuðningsmaður síns flokks á þingi. Segir oft blákalt nei við vilja flokkssystkina sinna.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Svo eru aðrir í þingflokknum sem eru ekki þingmenn í sjálfu sér. Eru á þingi en eru samt úti að aka eða gera jafnvel ekki neitt. Nema kannski að leggja einn og einn kapal. Hvað um það. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru ekki sautján eins og Davíð heldur og verða kannski aldrei. Það er aldrei að vita.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: