- Advertisement -

Katrín fékk það sem hún þráði

Katrín Jakobsdóttir mætti til stjórnarmyndarviðræðnanna með eina ófrávíkjalega kröfu. Að hún yrði forsætisráðherra. Bjarni sagði já. Síðan hefur hann átt ríkisstjórnina. Katrín fékk stærstu kröfu sína uppfyllta.

Þekkt er úr íslenskri stjórnmálasögu þegar Davíð Oddsson og Jón Baldvin mynduðu Viðeyjarstjórnina. Davíð var á móti aðild að EES sem um leið var helsta baráttumál Jóns Baldvins. Á fyrsta fundi þeirra sagði Jón Baldvin að hann væri með ófrávíkjanlega kröfu. Davíð lét sem hann vissi ekki hver hún væri og spurði, hvað það nú væri. Að við sækjum um aðild að EES, svaraði JBH. Yes sir, svaraði Davíð, án nokkurrar umræðu. Hann vissi sem var að þar á eftir réði hann því sem hann vildi. Þar með hófst forleikurinn að komandi hallæri þjóðarinnar. Nóg um það.

Sama staða er uppi nú. Katrín þráði eitt og aðeins eitt. Og henni varð af ósk sinni. Almennur samhljómur er um að Bjarni Benediktsson er allsráðandi í ríkisstjórninni. Vinstri græn ganga grýttan veg. Óleikurinn var leikinn strax í upphafi stjórnarmyndunarinnar.

Trúlega er skaðinn orðinn og of seint að snúa til baka. Katrín og Svandís virðast báðar tvær vera komnar yfir og tilbúnar að ganga erinda Bjarna í einu og öllu, hið minnsta í flestu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Aumast af öllu aumu er málflutningur fótgönguliðanna Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur og Kolbeins Óttarssonar Proppé til varnar lækkun veiðigjalda. Þau tala í hrópandi ósamræmi við það sem áður var sagt.

Vinstri græn hafa fórnað ævintýralegu miklu fyrir það eitt að formaður þeirra varð forsætisráðherra. Um leið afsöluðu Vinstri græn sér mjög miklu. Öllum sínum helstu baráttumálum.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: