- Advertisement -

„…með aðra hönd á stýri…“

„Leikreglurnar hafa breyst og við þurfum að bregðast við því. Við trúum því að félagið sé í þeirri stöðu að geta tekist á við samkeppnina og aukið þjónustuframboð og tekjur til lengri tíma litið,“ segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, á Vísi.

Þetta er merkilegt. Forstjórinn segir að leikreglurnar hafi breyst og að þörf sé á að bregðast við. Það sem gerðist í fortíðinni verður þá verkefni framtíðarinnar. Trúlega hafa aðrir forstjórar flugfélaga tekið þátt í þeim breytingum sem hafa orðið. Ekki Björgólfur né hans fólk.

Það þarf að róa eigendurna, t.d. allan almenning sem geymir fúlgur fjár í fyrirtækinu í gegnum lífeyrissjóðina. „Við trúum því að félagið sé í þeirri stöðu að geta tekist á við samkeppnina og aukið þjónustuframboð og tekjur til lengri tíma litið,“ segir forstjórinn. Hvað þarf Björgólfur langan tíma?

Verðmæti fyrirtækisins hrundi um 880 milljónir, bara í gær. Bara í gær.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Alls hafa bréfin lækkað um 33 prósent í verði eftir að félagið birti kolsvarta afkomuviðvörun í byrjun febrúarmánaðar þar sem varað var við því að EBITDA-hagnaður – afkoma fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir – yrði 140 til 150 milljónir dala og myndi dragast saman um þrjátíu prósent á árinu. Stjórnendur félagsins hafa nú hækkað spána í 150 til 160 milljónir dala, en það virðist ekki duga til þess að lægja öldurnar,“ segir á Vísi.

Vísir fékk Arnar Inga Jónsson, hlutabréfagreinanda hjá hagfræðideild Landsbankans, til viðtals vegna stöðunnar. Hann segir: „Til dæmis er ágætur vöxtur í tekjum af farþegaflutningum. Tekjur á seldan sætiskílómetra lækka vissulega á milli ára en batna á milli ársfjórðunga og hefur dregið nokkuð úr lækkunarþrýstingi á þeim.“

Þessi tilvitnun verður að fylgja með. Sætiskílómetri er orðskrípi sem vonandi er ekki brúkað víðar en í tölvum sérfræðinga.

Umfram allt. Stjórnendur Icelandair virðast hafa, þveröfugt við marga aðra, ekki hafa gert sér grein fyrir breytingunum og verða því, samkvæmt orðum forstjórans, að bregðast við. Sumir myndu segja það yrði að gerast strax. Hikið kostar sýnilega mjög mikið.

Svo er að sjá að stjórnendurnir hafa aðeins haft aðra höndina á stýrinu meðan aðrir stýrðu sínu fyrirtækjum af festu.

Sigurjón M. Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: