- Advertisement -

Níundi Sjálfstæðismaðurinn frá Davíð

Leit er öruggleg hafin að næsta leiðtoga Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Halldóri Halldórssyni hefur ekki tekist það sem ætlast er til af honum. Það er að leiða Sjálfstæðisflokkinn til fyrri stöðu, eða sem næst henni, í borgarstjórn Reykjavíkur.

Dæmin sanna að flokksmenn virðast kunna það ráð eitt að skipta um oddvita. Halldór er sá áttundi eftir að Davíð Oddsson hætti sem borgarstjóri og oddviti í Reykjavik.

Sjálstæðisflokkurinn hefur dregið mjög skýra línu í pólitíkina í borginni. Flokkurinn vill ný hverfi og dreifðari byggð. Meðan meirihlutinn vill fara þveröfuga leið. Þetta verður eitt helsta kosningamálið.

Sjálfstæðisflokkurinn virkar meira gamaldags en meirihutinn. Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar og fulltrúi VG, sagði í Svartfugli í gær, viss um að þau sæki í smiðju Davíðs Oddssonar, en hann hætti í borginni fyrir meira en aldarfjórðungi. Fyrir löngu síðan.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Leit að næsta oddvita, þeim níunda frá Davíð, er hafin. Borgar Þór Einarsson er talinn líklegastur. Það styttist í prófkjör og það á eftir að ákveða hvernig það eða þau verða. Til að mynda er vilji einhverra til að fram fari leiðtogaprófkjör. Hrein og klár barátta um foryststætið. Allt eða ekkert.

Víst er að Sjálfstæðisflokkurinn á langt í land í borginni.

Sigurjón M. Egilsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: