- Advertisement -

Norðvesturkjördæmi: Sósíalistaflokkurinn stærri en VG

Gunnar Smári skrifar:

Hér er ný frétt um stöðuna í Norðvestur-kjördæmi, byggt á könnun MMR frá fyrri hluta janúar, sem sagt var frá í síðustu viku. Það má ekki treysta mikið á þessar tölur, þar sem staðan í NV-kjördæmi byggir á heldur fáum svörum, um 200. Þetta er því á mörkum þess að vera leikur og vísindi.

Eftir sem áður er merkilegt að sjá skiptinguna á fylginu í kjördæminu (Innan sviga er breyting frá kosningum 2017):

  • Miðflokkurinn: 20,7% (+6,5 prósentur)
  • Sjálfstæðisflokkurinn: 19,8% (–4,7 prósentur)
  • Samfylkingin: 15,7% (+6,0 prósentur)
  • Framsókn: 15,6% (–2,8 prósentur)
  • Sósíalistaflokkurinn: 7,1% (+7,1 prósentur)
  • Flokkur fólksins: 6,5% (+1,2 prósentur)
  • Píratar: 6,1% (–0,7 prósentur)
  • VG: 4,4% (–13,4 prósentur)
  • Viðreisn: 3,2% (+0,7 prósentur)

Á félagsfundi sósíalista á laugardaginn var lögð áhersla á að flokkurinn byggði sig upp á landsbyggðunum, myndi ná að vera málsvari alþýðunnar úti á landi ekkert síður en á höfuðborgarsvæðinu. Þessi könnun sýnir að það markmið er alls ekki óraunhæft.

Þessi staða, sem könnunin vísar til, er alvarleg fyrir VG. Í síðustu borgarstjórnarkosningum galt flokkurinn afhroð. Í þeim fékk Sósíalistaflokkurinn mun meira fylgi en VG, og meira fylgi en Framsókn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn. VG má illa við því að skreppa saman bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landsbyggðunum.

Könnunin sýnir líka veika stöðu Viðreisnar og Pírata. Flokkar sem enduróma aðeins raddir fólks af höfuðborgarsvæðinu og laða aðeins til sín fólk af því svæði verða alltaf skakkir í landsmálunum, munu eiga erfitt að mynda samhljóm milli fólks af ólíkum svæðum og úr ólíkum hópum.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: