- Advertisement -

„Ný­frjáls­hyggj­an hafi haft í för með sér reglu­bund­in efna­hags­hrun“

Ólafur Sigurðsson, fyrrverandi fréttamaður, skrifar grein í Mogga dagsins. Hann endar grein sína svona:

„Af­leiðing­ar ný­frjáls­hyggj­unn­ar eru komn­ar í ljós. Nán­ast all­ar kenn­ing­ar þeirr­ar stefnu hafa brugðist, seg­ir Robert Kuttner í American Prospect 25. júní 2019.

„Kaup­sýslu hef­ur verið ríku­lega launað, skatt­ar verið lækkaðir, eft­ir­lit með viðskipta­líf­inu minnkað eða jafn­vel verið einka­vætt, með þeim ár­angri að mis­skipt­ing auðs hef­ur vaxið stór­lega og dregið úr hag­vexti. Heil­brigð sam­keppni hef­ur látið und­an síga fyr­ir hringa­mynd­un og fjár­magni beitt til að hafa áhrif á stjórn­mál­in til að auka samþjöpp­un í viðskipta­líf­inu.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ekk­ert þjóðfé­lag á til­veru­rétt ef það býr ekki öll­um þegn­um sín­um líf­væn­lega til­veru.

Hann bend­ir einnig á að ný­frjáls­hyggj­an hafi haft í för með sér reglu­bund­in efna­hags­hrun. Stærst varð banka­hrunið 2008. Það kostaði Banda­rík­in 15 trilljón­ir doll­ara og miklu meira á heimsvísu. Rík­is­valdið bjargaði bönk­un­um og hver borgaði reikn­ing­inn fyr­ir stjórn­lausa banka­starf­semi? Það var fólkið í land­inu, því að rík­is­sjóðir geta hvergi ann­ars staðar fengið fjár­magn.

Flest­ir viti­born­ir menn eru bún­ir að átta sig á því að ný­frjáls­hyggj­an gæti gengið af lýðræðinu dauðu, þó að sum­um geti reynst erfitt að viður­kenna það fyr­ir sjálf­um sér. Mis­rétti í þjóðfé­lög­um hef­ur gjarn­an endað með ósköp­um. Ekk­ert þjóðfé­lag á til­veru­rétt ef það býr ekki öll­um þegn­um sín­um líf­væn­lega til­veru.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: