- Advertisement -

Ógeðfelldar árásir á lögreglukonu

Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, finnur að umræðunni um „skreytingar“ á lögreglubúningi. Hann skrifar:

„Ekki er þær geðfelldar árásirnar á nafngreinda lögreglukonu með langan og góðan feril að baki. Hún vann sér til sakar að hafa á sér merki eins og sagt er tíðkist meðal löggufólks án þess að gera sér grein fyrir að eitthvað af þessu mætti tengja stefnum og straumum sem hún á enga aðild að. Dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins ber ekki við að verja lögreglukonuna. Umræðan sýnir að sumt fólk virðist hafa óseðjandi þörf fyrir að smána og lítillækka annað fólk. Lögreglukonan hefir ekkert til saka unnið og verðskuldar stuðning fólks sem sér í gegn um smánunar- og lítillækkunarárráttu sem virðist tíðkast í sumum þjóðfélagshópum.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: