- Advertisement -

Pólitísk ráðning útvarpsstjóra

Útvarpsráð er pólitískt. Flokkarnir velja sitt fólk í ráðið. Óumdeilt er að fólkið í útvarpsráði situr þar í umboði stjórnmálaflokkanna. Pólitíkin er í útvarpsráði. Því er útvarpsstjóri, hver sem hann er, skipaður af fulltrúum stjórnmálaflokkanna. Pólitíkin er um allt. Líka í Efstaleiti.

Þetta er bara svona og verður svona. Því miður. Trúlegast er af öllu að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið það sem hann vildi. Þannig hefur það verið. Þannig er það. Þannig verður það.

Stefán Eiríksson er eflaust ágætis gaur. Í viðtali við Moggann segist hann mest hlusta á rás eitt og sem fyrrverandi lögga horfir hann á Ófærð og Brot. Og hann segir þá þætti vera gæðaefni sem og flest sem er á dagskrá Ríkisútvarpsins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Nýi útvarpsstjórinn er sýnilega ekki með neinar hugmyndir um dagskrána aðra en að lofa það sem gert hefur verið. Ekkert nýtt. Ekkert öðruvísi. Við erum vön pólitískum ráðningum. Enn ein bættist við í gær.

Á Íslandi er ekki skipað í starf sem þetta nema pólitískt. Það þarf ekki einu sinni svona stóran bita. Pólitíkin er alls staðar. Hún ræður og þar með Sjálfstæðisflokkurinn. Allir hinir beygja sig undir hann, þegar á reynir.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: