- Advertisement -

Ráðhúsið verður leigt út til brúðkaupa

Kom til greina að leigja borgarstjórnarsalinn.

Ráðhús Reykjavíkur verður leigt út til brúðkaupa. „Lagt er til að almenningur geti leigt út herbergin Turn og Tjarnarbúð fyrir athafnir á borð við hjónavígslur á föstum tímum 2-3 svar í viku. Gætt skal að því að athafnirnar rekist ekki á við önnur fundarhöld.“

Þannig hefur verið ákveðið að Ráðhús Reykjavíkur verði leigt út í samkeppni við aðra veislusali. Tillaga var lögð fram um að leigja borgarstjórnarsalinn út. Það verður ekki gert, ekki að þessu sinni.

„Flokkur fólksins vill leggja áherslu á að allir borgarbúar eiga Ráðhúsið og hvað varðar umræðu um aðstöðu vegna athafnar-, trúar- og lífsskoðunarfélaga í Ráðhúsinu er mikilvægt að fólk fái rúmt val um hvar í húsinu athöfnin sjálf fer fram. Borgarstjórnarsalurinn á að vera meðal möguleika enda gætu margir viljað velja hann. Enda þótt athöfn fari fram í borgarstjórnarsalnum er engin þörf á að tæma hann sem er eðli málsins samkvæmt mjög erfitt. Einhverjir gætu engu að síður vilja velja þann sal fyrir athöfn sem þessa,“ segir í bókun sem var lögð fram í forsætisnefnd borgarstjórnar.

NÝJAR FRÉTTIR DAGLEGA.

Fulltrúar Viðreisnar og Samfylkingar ásamt áheyrnarfulltrúa Pírata lögðu fram gagnbókun:

„Rétt þykir að byrja á að gera tilraun með að leigja út Turn áður en opnað er á fleiri möguleika. Turn er fallegt herbergi sem mun vonandi nýtast vel til slíkra athafna og skilja eftir margar fallegar minningar. Tilraunin er hugsuð til reynslu en endurskoða má fyrirkomulagið að ári liðnu.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: